Ytong er frauðsteypa

UMHVERFISVÆNN BYGGINGAVALKOSTUR MEÐ HUNDRAÐ ÁRA REYNSLU

Eiginleikar sem standa upp úr!

Eldþolið

Ytong brennur ekki og leiðir ekki hita. Efnið er í brunaflokkun A1 - hæsta öryggi við eld, bruna og eiturgufum.

Berandi

Ytong veggir eru burðarveggir, CE vottaðir og standast allar kröfur íslenskra byggingastaðla.​

einangrun

Ytong hefur hátt einangrunargildi. Steinninn einn og sér er nægileg einangrun fyrir útvegg húsa.

Létt en sterkt

Ytong er létt og meðfærilegt en samt nógu sterkt sem berandi veggir. Auðvelt að saga til og fræsa fyrir lögnum.

Rakajafnar

Ytong andar. Efnið hleypir raka út úr rými. pH-gildi efnisins er hlutlaust sem kemur í veg fyrir að mygla geti myndast.

Teikningar af húsum frá Ytong/Hebel Í Þýskalandi

Hjá Ytong/Hebel í Þýskalandi getum við nálgast úrval teikninga af vel skipulögðum einbýlishúsum, parhúsum og heilsárshúsum í sveitina

Xella er leiðandi á alþjóðavísu í framleiðslu og þróun byggingarefna

UMHVERFISVÆNN VALKOSTUR MEÐ HUNDRAÐ ÁRA REYNSLU

BYGGINGALAUSNIR FYRIR KRÖFUR FRAMTÍÐAR UM vistvænan BYGGINGAIÐNAÐ

Xella stendur fyrir hraða, sjálfbærni og hagkvæmni í byggingalausnum. Með árlega sölu upp á 1,5 milljarða evra, 99 starfandi framleiðsluverksmiðjur í 20 löndum, söluskrifstofur í 30 löndum, er Xella orðin leiðandi á alþjóðavísu í framleiðslu og þróun byggingarefna.

Ytong er flaggskipið í vörumerkjalínu Xella, en Hebel, Multipor og Silka gefa ekkert eftir. Öll vörumerkin eru í grunnin gerð úr sömu náttúrulegu hráefnunum en innihalda mismikið loftmagn.

XELLA NÝSKÖPUN OG HUGVIT

Xella vörumerkin eru margverðlaunuð og umhverfisvottuð í bak og fyrirUmhverfisstofnun samþykkir notkun á Ytong frauðsteypu til notkunar í framkvæmdir þar sem stefnt er að Svansvottun.

Xella hefur innleitt umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001

Fyrsti framleiðandi byggingarefna til að hljóta vöggu til grafar vottun árið 2011

Ytong er í útblástursflokkun M1 sem er það besta sem hægt er að fá að því sviði

Ytong er vörumerki aldarinnar samkvæmt German Standards

XELLA VÖRUR STYÐJA VIÐ AÐFERÐAFRÆÐI

BIM

UPPLÝSINGALÍKÖN FYRIR MANNVIRKI
  • Aukin gæði hönnunar
  • Sparnaður við framkvæmdir
  • Lágmörkun áhættuþátta
  • Umhverfisvænni byggingar
  • Minni rekstrarkostnaður bygginga

Sendu okkur línu!