YTONG MILLIVEGGIR

Að reisa millivegg úr Ytong kubbum er auðvelt og fljótgert. sem dæmi má hlaða 100 mm þykkan vegg uppí 4 metra, hleðslugrind er óþarfi.  Ef um er að ræða vegg sem þarf að vera berandi , þarf lágmarksþykkt steins að vera 100 mm og getur hann verið berandi að 2,7 m hæð.

Milliveggur úr 100 mm steinum gefur hljóðeingrun allt að 35 dB.  Ef þörf er á meiri hljóðeinangrun er í boði að sérpanta þyngri steina, með minni loftmassa. Einnig býður Ytong upp á milleveggjaeiningar, en þær gefa allt að 40 dB m.v. 100 mm þykkt.

Fyrir stærri verkefni getum við aðstoðað við magnútreikninga efnis með Bluebeam forritinu.