Hlaðnir útveggir

Hvort sem þú ert að stækka eða byggja, þá eru Ytong útveggjakubbarnir besti kosturinn ef horft er til sparnaðar og/eða hámarks vistvænna eiginlega. Kubbarnir koma í mismunandi þykktum og ekki er þörf  á viðbótar einangrun á veggina.  Kubbur með þykktina 36,5 cm gefur einangrunar gildið 0,26 W/m2k en á Íslandi eru kröfur um einangrunargildi 0,40 W/m2k og undir.

Að utan má klæða með öllum hefbundnum veggjaklæðningum eða nota sérstakt múrkerfi frá Ytong með lit að eiginvali eða málingu. Að innann er nóg að sparsla og mála.

Ytong útveggir eru burðarveggir, CE vottaðir og standast allar kröfur íslenskra byggingastaðla.

Fyrir stærri verkefni getum við aðstoðað við magnútreikninga efnis með Bluebeam forritinu.

EIGINLEIKAR

Ytong hefur hátt einangrunargildi vegna þess hversu mikið loft er í massa steinsins. Einagrunargildi Ytong fer langt fram yfir kröfur á Íslandi. Ytong útveggjasteinninn krefst engrar annarrar einungrunar, steinninn sjálfur er nógu einangrandi einn og sér. Einangrunargildi Ytong er hærra en kröfur gerðar skv íslenskum bygginastöðlum. Sjá má allar nánari upplýsingar í vörulistanum hér neðar.
Vegna einangrandi eignleika Ytong, eru hús úr Ytong einstaklega orkunýtin og talað um þau geti gefið allt að 35% sparnað í upphitunar og/eða kælikostnaði.

Ytong veitir framúrskarandi brunaþol og eitt það hæsta á byggingarefnamarkaði á heimsvísu í dag. Efnið, sem leiðir ekki hita, þolir allt að 4 klst í bruna án þess að missa styrk sinn og/eða eiginleika. Engar eiturefnagufur myndast við bruna.

Efnið andar vel og kemur í veg fyrir rakamyndun í rýmum sem veitir þægilegt og heilbrigðt rakastig. Mygla lifir ekki í efninu.

Þar sem efnið er allt að 5 sinnum léttara en hefðbundin steypa er það auðvinnanlegra og meðfærilegra í framkvæmd. Þetta sparar vinnustundir og tækjakostnað við uppsetningu.

Ytong er auðvelt að vinna með. Að saga, bora eða fræsa fyrir lögnum er leikur einn.

SJÁÐU 300 M2 YTONG HÚS Í BYGGINGU

365 mm útveggja steinn eins og hér í myndskeiðinu

340 kg m3 · U = 0,26 · 0,083 W/mK · 2,5 N/mm2

Fáanlegar stærðir og gildi