Þú sparar um átta vinnustundir á íbúð

Share on facebook
Deilum boðskapnum
Ytong er stærsti AAC/frauðsteypu framleiðandi í heiminum og leiðandi í nýsköpun og vöruþróun undir formerkjum sjálfbærni og hagkvæmni. Steinarnir frá Ytong eru með minni frávik á yfirborði en aðrir frauðsteypu steinar, þar sem skurðtæknin hjá Ytong er háþróuð og fylgir ströngum gæðakröfum. Þetta og yfirburða gæði límsins gefur Ytong milliveggjum mikið forskot á samkeppnisvörur á markaði.
Sléttara yfirborð steins, krefst minni sparsl vinnu og veggirnir vinnast hraðar. Ytong steinar gefa því sparnað bæði hvað varðar frágang og uppsetningu í vinnustundum.
Nýleg dæmi eru um að verktakar sem hafa skipt yfir í Ytong hafi verið að spara að jafnaði 8 vinnustundir per íbúð við uppsetningu milliveggja. Hér er eingöngu um að ræða vinnusparnað sem kemur til vegna hárnákvæms skurðar steinsins sem gerir uppstillingu á fyrstu röð veggsins þráðbeina og nákvæmna beggja vegna. Þetta er grundvöllur fyrir fljótlegri hleðslu þar sem lítið sem ekkert þarf að lagfæra vegginn meðan á hleðslunnu stendur.
Hér er þó ekki meðtalinn sá tími sem sparast í vinnustundum við eftirvinnslu málara.

FLEIRI FRÉTTIR