HEBEL | Fyrir iðnaðinn og stórframkvæmdir

Hebel | BosT kerfið
Hebel BosT grindarlausa byggingakerfið hentar fyrir minna atvinnuhúsnæði s.s skrifstofur, verslanir, íþróttarhús, geymslur og verkstæði svo eitthvað sé nefnt.
Hebel BosT kerfið hefur þann eiginleika að brenna ekki og leiðir ekki hita – brunaflokkun A. Kerfið hentar því sérstaklega vel þar sem geyma á eldfim efni.
Hebel BosT kerfið er líka öruggur og þurr geymslustaður fyrir matvæli, pappír, timbur ofl.
Kerfið er ótrúlega fljótlegt og einfalt í uppsettningu. 15-30% byggingakostnaðar sparast þar sem ekki er þörf á stál- eða timburgrind.
Hebel | Milligólf
HEBEL milligólfin eru létt en sterk og einföld vinna að koma fyrir. Þrátt fyrir að hafa einungis 550kg/m3 eðlisþyngd. eru þau með mikla burðagetu (4,5 MPa). Milligólfin fást í 15-30cm á þykkt og fara upp í 7m lengd. Einföld uppsetning og flýtir framkvæmdum til muna.


Hebel | Þak
Það gerist ekki betra en HEBEL þak yfir höfuð. HEBEL þök eru eldþolin, þau grotna ekki og mygla er úr sögunni. HEBEL þökin hafa mikla burðagetu sem gefa endalausa möguleikahvað varðar frágang. Raki hefur engin áhrif á frauðsteypu þar sem hún hefur þann eiginleika að anda. Efnið hleypir í raun rakanum inn og aftur út og jafnar því sjálft rakastigið í byggingum. Þessir rakastjórnandi eiginleikar gera það tilvalið til notkunar í rýmum sem krefjast stöðugs rakastigs. Hebel þökin hafa orkusparandi eiginleika og geta lækkað til muna upphitunarkostnað bygginga. Efnið geymir hita tímabundið. Þessi varmauppsöfnun leiðir til svokallaða fasaskipta, sem þýðir að hitastig undir Hebel þaki á daginn er lægra en á nóttunni þegar hitanum er sleppt. Þetta dregur verulega úr orkunotkun í byggingum og tryggir kjöraðstæður til innivistar.
Hebel | Veggeiningar
HEBEL útveggjaeiningar henta vel í stærri byggingar eins og íþróttarmannvirki, vöruhús. HEBEL veggjaeiningar henta vel með burðar virki úr stáli, límtré eða steypu. Hebel veggir hafa besta brunaþol af byggingaefnum á markaði. Veggirnir grotna ekki og mygla er úr sögunni. HEBEL veggir gefa einnig þægilega hljóðvist innan bygginga þar sem hljóð endurkast er nánast ekkert.


Hebel fyrir brunavarnir
Nýtt grindarlaust Kerfi frá hebel
Hebel BosT
Hebel frauðsteypu einingar
Af hverju HEBEL?
Eiginleikar og innihaldslýsing HEBEL er mjög samsvarandi við aðrar AAC vörur frá Xella.
- Hátt einangrunargildi
- Mesta brunaþol af byggingaefnum
- Myglar ekki
- Heilbrigð innivist
- Hæsta mögulega brunaþol
- Leiðir ekki hita né kulda
- Létt og meðfærilegt
- Mikil burðargeta
- Umhverfisvænt
- Fljótleg uppsetning
- Gert eingöngu úr náttúrulegum hráefnum