HÚS OG VIÐBYGGINGAR

Ytong er í fararbroddi við innleiðingu á vistvænum áherslum í byggingariðnaði.

Við bjóðum þeim sem vilja byggja draumaheimilið eða kot í sveitinni, umhverfisvæna, hagkvæma og fljótlega byggingalausn sem tryggir heilbrigða innivist til frambúðar.

Eiginleikar sem standa upp úr!

Eldþolið

Ytong brennur ekki og leiðir ekki hita. Efnið er í brunaflokkun A1 - hæsta öryggi við eld, bruna og eiturgufum.

Berandi

Ytong veggir eru burðarveggir, CE vottaðir og standast allar kröfur íslenskra byggingastaðla.​

einangrun

Ytong hefur hátt einangrunargildi. Steinninn einn og sér er nægileg einangrun fyrir útvegg húsa.

Létt en sterkt

Ytong er létt og meðfærilegt en samt nógu sterkt sem berandi veggir. Auðvelt að saga til og fræsa fyrir lögnum.

Rakajafnar

Ytong andar. Efnið hleypir raka út úr rými. pH-gildi efnisins er hlutlaust sem kemur í veg fyrir að mygla geti myndast.

Komdu að kubba!

Ytong frauðsteypukubbar, eru umhverfisvænn byggingakostur úr náttúrulegum hráefnum: sandi, vatni, kalki og sementi. Efnið hefur hátt einangrunargildi, er eldþolið, létt og auðvinnalegt. Hvort sem þú ert að stækka eða byggja, þá eru Ytong útveggjakubbarnir besti kosturinn ef horft er til sparnaðar, byggingarhraða og vistvænna eiginlega. Kubbarnir koma í mismunandi þykktum og ekki er þörf á viðbótar einangrun á veggina. Kubbur með þykktina 36,5 cm gefur einangrunar gildið 0,26 W/m2k en á Íslandi eru kröfur um einangrunargildi 0,40 W/m2k og undir.

Myndskeið af útveggja hleðslu í Garðabæ á góðum degi. 

Einfalt og fljótlegt

Að reisa hús með Ytong er fljótleg og þægileg vinna ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Lítil sem engin þörf er á vinnuvélum og stórum tækjum á verkstað. Einn vanur maður hleður að meðaltali 1 m2 á klst. Hleðsla 140 m2 húss tekur því innan við tvær vikur. Ef vilji er fyrir enn meiri bygingahraða eru Ytong einingar fýsilegri kostur. Sama hús mætti reisa úr Ytong einingum á einungis þremur dögum. Sé valið Ytong einingaþak að auki, þá tekur um einn dag til viðbótar að setja þakið á.

Að utan má klæða húsin með öllum hefbundnum veggjaklæðningum eða nota sérstakt múrkerfi frá Ytong með lit að eigin vali eða málningu. Að innan er nóg að sparsla og mála.

Frágangur þakeininga má er heldur hefbundinn ef horft til almenns verklags á Íslandi. Viðbætt einagrun myndi vera um 16 cm undir eða yfir einingarnar. Notaðar eru hefbundnar vatnsþéttingar eins og pappi eða klæðning.

Ytong Casco | Einingahús

Fljótlega leiðin við að reisa hús er Ytong Casco einingakerfið. Þú færð styrktar og forsteyptar einingar samkvæmt þinni teikningu afhentar innan 12 vikna. Þú færð tilbúna útveggi og milliveggi sem raðast lóðrétt á sökkulinn, einnig milligólf og þak úr forsteyptum einingum. Það tekur bara nokkra daga að setja húsið saman og það eina sem þarf eru þrír iðnaðarmenn ásamt léttkrana. Að samsetningu lokinni er húsið fulleinangrað og til að fá fokheldisvottorðið á eingöngu eftir að setja plast fyrir gluggaop og koma fyrir bráðabirgða hurð.

Ytong einingahús

Fólk sem gerir sjálft

Vegna þess hve einfalt byggingarferlið verður með Ytong hleðslukubbum, er efnið kjörið fyrir fólk sem kýs að taka sjálft til hendinni. Þessi hjón þorðu að vera fyrst til að byggja sér hús úr Ytong á Íslandi og sjá ekkert eftir því!

Af hverju Ytong hús?

Einangrunareiginleiki frauðsteypu finnst ekki í öðrum byggingarefnum. Ytong er eina efnið sem dugar eitt og sér sem einangrun húsa og kemur í veg fyrir kaldar brýr. Efnið hefur þann eiginleika að anda og raki hefur engin áhrif. Umfram allt gefur Ytong bygging íbúum hennar vellíðan, öryggi og heilbrigða innivist í myglulausum, umhverfisvænum og orkusparandi híbýlum.

Um 70% af Ytong frauðsteypukubbnum er loft. Mismikið eftir tegundum en þeim mun meira loftmagn sem er í efninu þeim mun hærra er einangrunargildi þess. Ytong útveggjasteinninn sjálfur er nógu einangrandi einn og sér – ekki er þörf á viðbótar einangrun. Einangrunargildi Ytong er hærra en kröfur gerðar skv íslenskum bygginastöðlum. Sjá má nánari upplýsingar í vörulistanum hér neðar.

Að nota Ytong leiðir af sér sparnað á hinum ýmsu kostnaðarliðum við byggingaframkvæmdir. Þar sem efnið er allt að fimm sinnum léttara en hefðbundin steypa er byggingaferlið fljótlegt og þægilegt. Þung vinnutæki eru óþörf á verkstað. Sparnaður fæst því í formi vinnustunda iðnaðarmanna og munn minni tækjakostnaði.

En íbúar Ytong húsa spara líka því húsin eru einstaklega orkunýtin og geta gefið allt að 35% sparnað í upphitunarkostnaði.

Viðhaldskostnaður Ytong húsa er jafnframt í lágmarki þar sem raki og veður hefur engin áhrif á efnið til frambúðar.

Efnið hefur hlutlaust pH gildí. Það lifir ekkert í því. Það andar vel, kemur í veg fyrir rakamyndun og veitir þægilegt og heilbrigt rakastig innandyra. Engin mygla í húsi úr Ytong!.

Ytong veitir framúrskarandi brunavörn. Efnið brennur ekki, leiðir ekki hita og þolir allt að 4 klst í bruna án þess að það hafi áhrif eiginleika þess. Engar eiturefnagufur myndast við bruna. Efnið er í brunaflokkun A1. 

Ytong hentar því vel í eldvarnarveggi en hafa ber í huga að þeim mun hærri sem eldvarnarkröfur eru gerðar, þeim mun þykkari stein þarf í slíkan vegg. Venjulegur milliveggur þarf minnst 70 mm þykkt en ef um burðavegg er að ræða þarf þykkt steins að lágmarki að vera 100 mm.

Auðvelt er að vinna með Ytong. Að saga efnið til, móta, bora og fræsa fyrir lögnum er leikur einn. Þung vinnutæki eru óþörf á verkstað sem jafnframt leiðir af sér vistlegra vinnusvæði og minni umhverfisáhrif framkvæmda.

Byggingahraðinn er einn helsti kosturinn við Ytong. Vanir menn hlaða að meðaltali 1 m2 p.klst. Einingakerfin eru að sjálfsögðu enn fljótlegri kostur, en 140 m2 hús á einni hæð er komið upp á innan við viku, ásamt þaki. 

Vilt þú Ytong hús?

Við seljum ekki tilbúin hús. Við viljum að fólk fái að sníða sinn stakk eftir vexti og þörfum sinnar fjölskyldu. Við bjóðum ráðgjöf og aðstoð verkfræðings hvað varðar Ytong hluta teikninganna. Sé þess óskað veitum við framkvæmdinni eftirfylgd. En við seljum einungis Ytong hluta húsanna, þ.e. efni í útveggi, milliveggi, burðaveggi, þak og gólf. Við komum viðskiptavinum okkar áleiðis og fylgjum eftir í byggingaferlinu eða þar til húsið er komið á fokheldisstig.

Teikningar af húsum frá Ytong/Hebel í Þýskalandi

Hjá Ytong/Hebel í Þýskalandi getum við nálgast úrval teikninga af vel skipulögðum einbýlishúsum, parhúsum og heilsárshúsum í sveitina.

Hönnun Ytong húsa

Teikningar tilbúnar?

Okkar sérfræðingar yfirfara og aðstoða við það sem kemur að Ytong hluta teikninganna og vinna þannig í nánu sambandi við arkítekt og byggingaverkfræðing til að allt sé eins og það á að vera.

Þarftu leiðsögn?

Við upphaf og meðan á framkvæmdum stendur er í boði að fá teymi frá okkur sem aðstoðar og veitir ráðleggingar varðandi rétt handtök í byggingaferlinu. Rétt lögð fyrsta lína í hleðslu húsa er skilyrði fyrir velgengni og hraða verkefnisins.

Það eina sem hamlar er ímyndunaraflið

Það er allt hægt með Ytong. Sendu okkur hugmyndir þínar eða teikningar og við aðstoðum við útreikninga, veitum ráðgjöf við efnisval og getum bent á fagfólk með reynslu og þekkingu þegar kemur að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins.

Ávinningur

Heilbrigð innivist

Ytong rakajafnar rými. pH-gildi efnisins er hlutlaust sem kemur í veg fyrir að mygla geti myndast.

Sparnaður

Þung vinnutæki eru óþörf á verkstað. Sparnaður fæst því í formi vinnustunda iðnaðarmanna og munn minni tækjakostnaði.

Byggingahraði

Efnið er 5 x léttara en hefðbundin steypa. Öll vinna er þ.a.l. hraðari og skilvirkari. Sparar vnnu og tækjakostnað.

Umhverfisvænt

Ytong er umhverfisvænn byggingakostur úr náttúrulegum hráefnum: sandi, vatni, kalki og sementi.

Fljótlega og ódýra Ytong lausnin

Ertu meira fyrir einfaldar og fljótlegar lausnir? Við get bent á tilbúnar Ytong teikningar smærri húsa (120-150 m2) sem henta sérstaklega vel fyirr landsbyggðina og hægt er að afgreiða hratt og skilvirkt.

Dæmi

YTONG hús | 142 m2

Dæmi

Hér er dæmi um 142 m2 Ytong hús hlaðið úr frauðsteypukubbum sem tekur að jafnaði 14 daga að reisa. Afgreiðslutími efnis er um 2 vikur.

Ytong efnið í þetta hús væri eftirfarandi:

Ytong útveggja steinn 36.5cm. Rúmmálsþyngd = 340 kg/m3 +/- 10 kg. λ10dry= 0,083 W/mK

Ytong útveggjasteinninn krefst engrar viðbótar einungrunar, steinninn sjálfur er nógu einangrandi einn og sér. Einangrunargildi Ytong er hærra en kröfur gerðar skv íslenskum bygginastöðlum. 

Ytong Milliveggir í húsinu eru 10 cm og 20 cm burðaveggir. Rúmmálsþýngd 535 kg/m3 +/- 15 kg. λ10dry= 0,13 W/mK

Yfir gluggum og hurðaropum

Ytong Styrktarbitar yfir hurðir. Rúmmálsþyngd 575 kg/m3 +/- 25 kg. λ10dry= 0,14 W/mK.

U-Skál yfir glugga og hurðir. Rúmmálsþýngd 575 kg/m3 +/- 25 kg. λ10dry= 0,14 W/mK

Ytong þakeiningar. Rúmmálsþyngd 550 kg/m3 +/- 15 kg. λ10dry= 0,13 W/mK

Að utan má klæða húsin með öllum hefbundnum veggjaklæðningum eða nota sérstakt múrkerfi frá Ytong með lit að eiginvali eða málingu.

Það er allt hægt með Ytong...

Ytong alhliða byggingakerfið

Ytong casco einingakerfið

Leiðbeiningar

 • Ytong milliveggir
 • Ytong útveggir
 • Ytong milliveggjaeiningar
 • Ytong Casco einingakerfið

Tæknilegar upplýsingar

 • BIM gögn fyrir Ytong vörur
 • Casco einingakerfið
 • YTONG fix lím
 • YTONG milliveggjasteinar
 • YTONG milliveggjaeiningar
 • YTONG útveggjasteinar
 • YTONG útveggjaeiningar
 • YTONG ETA útveggjaeiningar
 • YTONG ETA milliveggjaeiningar
 • Ytong HSE skjal hleðslusteinn
 • Ytong HSE skjal lím
 • DOP Ytong Casco/SWE
 • DOP 5 cm G/600
 • DOP 10 cm G/600

Hér að ofan má finna alls konar áhugavert og tæknilegt ítarefni um Ytong vörurnar. Við biðjumst velvirðingar á því að stór hluti skjalana okkar er á erlendu tungumáli. Þýðingarvinna stendur yfir og þ.m.t. gerð tækniupplýsinga og leiðbeininga á íslensku.

YTONG | NÝSKÖPUN BYGGÐ Á REYNSLU

Sendu okkur línu!

No selected calculator