ACC | HITA- OG ÞRÝSTIHERT FRAUÐSTEYPA

FRAMLEIÐSLUFERLIÐ

Ytong frauðsteypukubbar og einingar, samanstanda eingöngu úr náttúrulegum hráefnum – sandi, vatni, kalkstein, sementi og áldufti.

Framleiðsluferlið hefst á blöndun efnanna, en í upphafsferlinu lyftir efnið sér og verður frauðkennt. Þá er massinn hitaður í svokölluðum Autoclave ofni við 180°C og herðist þá efnið. Að lokum er massinn einfaldlega skorinn niður í kubbaform, eða það form sem hentar hverju sinni. Eftir stendur létt og auðmeðhöndlanlegt byggingarefni sem uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til bygggingarefna framtíðarinnar hvað varðar sjálfbærni, endurvinnslu, einangrunargildi og innivist bygginga.

Ytong kubbarnir hafa það fram yfir samkeppnisvörur að hann er skorinn af svo mikilli nákvæmni að hleðslan tekur minni tíma og límþörf minni, sem svo skilar sér í sparnaði.

Efnið er hlutlaust í pH gildi og dauðhreinsað eftir meðhöndlunina. Verkunin í ofninum og kalkið í blöndunni, gerir það að verkum að myglusveppur getur ekki lifað í því.

Ef horft er til evrópskra og/eða bandarískra byggingastaðla er YTONG eitt umhverfisvænasta byggingarefnið á markaði í dag, enda eiturefnalaust og endurvinnanlegt. Vegna þessara eiginleika auk þess að myglusveppur lifir ekki í því hefur efnið m.a. fengið vottun frá norsku Ofnæmis- og astmasamtökunum, ásamt því að vera fyrsta val danskra byggingaverkfræðinga og arkitekta í hönnun bygginga ætlaðar heilbrigðisstarfsemi.

SÆNSKT HUGVIT | ÞÝSK FRAMLEIÐSLA

Frauðsteuypa er orðin eitt mest notaða byggingaefni í Evrópu og Asíu í dag. Í Danmörku er íum 70% byggðra milliveggja notað hleðslukubba úr frauðsteypu. En Ytong gerir ekki bara milliveggi. Heilu húsin og háhýsin eru gerð úr Yrong kubbum og einingum, en vöruþróunin hjá fyrirtækinu hefur verið á fordæmalausum hraða sl. áratug. Um 80% byggðra útveggja í fjölskylduhúsum í Þýskalandi er úr frauðsteypu og er Ytong ráðandi á þeim markaði í Evrópu.

Fyrsta framleiðsla Ytong í Yxhult Svíðþjóð 1929.     Y som i Yxhult. Linda Gustafson

Ytong kubbarnir voru fyrstu frauðsteypu kubbarnir á markaði, enda framleiðslutæknin fundin upp af stofnendum fyrirtækisins í Svíþjóð árið 1929. Efnið sem var hannað sem timbur eftirlíking, varð mest notaða efnið við uppbygginu Þýskalands eftir seinni heimstyrðjöldina hóf þaðan innreið sína á alþjóðamarkað. Efnið, sem inniheldur eingöngu náttúruleg hráefni er í dag unnið í hátæknibúnaði með það að markmiði að svara kalli og kröfum nútímans um vistvæn og orkunýtin híbýli.

Gufu þrýsti ofn eða Autoclave Ofnarnir í Yxhult 1929. Y som i Yxhult. Linda Gustavson

Ákall eftir nýsköpun í mamnvirkjagerð á Íslandi snýr að miklu leyti að þróun í notkun byggingarefna og þar kemur Ytong sterkt inn. Efnið er í mikilli sókn í alþjóðlegum byggingariðnaði vegna þeirra vistvænu eiginleika sem það hefur upp á að bjóða og mikillar einföldunar á byggingarferli almennt. Ytong er að sanna sig sem brautryðjandi á byggingarefnamarkaði og er fullkomið dæmi um nýsköpun sem blómstrar og gefur af sér, en eftir 100 ára þróun og fullkomnun efnisins og eiginleika þess. Það er ALLT hægt með Ytong!

Gulur er einkennis litur Ytong, kubbarnir hafa verið vafðir í gula filmu síðan 1967.

Ytong dregur nafnið sitt frá bænum Yxhult í Svíðþjóð og Betong sem þýðir steypa á Sænsku

AF HVERJU YTONG?

Einangrunargildi

Ytong hefur framúrskarandi einangrunargildi, hátt einangrunar gildi myndast af hversu mikið loft er í massanum, þess vegna ekki er þörf á viðbættri einangrun í Ytong útveggi. (Einagrunargildi Ytong fer langt fram yfir kröfur á Íslandi)

Eldþolið

Ytong er einstaklega eldþolið, efnið er eldþolnasta byggingaefni sem til er á markaði og hefur A1 vottun, efnið brennur ekki og leiðir ekki hita.

Hljóðþolið

Heilir veggir úr Ytong gefa góða hljóðeinangrun sem mætir öllum helstu stöðlum.

Góð ending og þol

Ytong veggir eru mjög þolnir og grotna ekki. Ytong veggir þola vel bleytu og henta einstaklega vel í votrými auk þess er pH-gildi efnisins hlutlaust svo myglusveppur þrífst ekki í efninu.

Endurvinnanlegt

Ytong er auð endurvinnanlegt í endurnýtanlegt form.

Jarðskjálftar

Veggir og byggingar hlaðin úr Ytong eru einstaklega jarðskjálftaþolin, sem dæmi velja Japanir efnið umfram annað á jarðskjálfta svæðum.

Góð nýting

Vegna stærðarhlutfalla steinanna sem Ytong er framleitt í eru mjög lítil afföll af efni samanborið við vinnu á gifs veggjum.

Uppsetning í frosti

Hægt er að vinna við uppsetningu á veggjum í allt að -10°Celsius

Aðlögunarhæfni

Hægt er að saga Ytong vörur í hvaða form og horngráður sem hugsanlega þarf við byggingarframkvæmdir. Efnið er eins og áður segir mjög meðfærilegt og hægt að vinna úr því með hefðbundnum verkfærum en að auki er þa mjög sterkt svo hægt er að nota skrúfur og tappa eins og í hefðbundna steinsteypu til dæmis við uppsetningu á innréttingum.

Andar vel

Ytong andar mjög vel og sleppir raka vel úr rýmum. þetta stuðlar að þægilegu og heilbrigðu rakastigi í byggingum.

Fljótleg uppsetning

Vegna hversu eðlislétt efnið er og auðvelt að vinna það er uppsetning með Ytong mjög fljótleg. Hægt er að saga og bora Ytong með öllum almennum verkfærum en einnig eru í boði sérhæfð verkfæri, og vegna þess hve nákvæmlega Ytong hleðslu kubbar eru skornir (skekkjumörk innan við 1mm) þarf ekki að nota hleðslugrindur í tilfellum þar sem lofthæð er undir 4 metrum miðað við notkun á 10 cm þykkum innveggjasteinum.

Ytong veggir eru líka burðaveggir

Ytong veggir eru berandi! Burður er reiknaður eftir þykkt veggja.

ALDARGÖMUL SNILLD

Vörumerki aldarinnar samkvæmt German Standards

Viltu vita meira?

Sendu okkur línu strax í dag ef þú ert með einhverjar spurningar. Við elskum að tala um Ytong!