Ytong | Fjótlegar, ódýrar og sjálfbærar byggingarlausnir

Ytong frauðsteypukubbar og einingar, eru umhverfisvænn byggingakostur úr náttúrulegum hráefnum – sandi, vatni, kalki og sementi. Efnið hefur hátt einangrunargildi, er eldþolið, létt og auðvinnalegt. Möguleikar hvað varðar hönnun húsa úr Ytong eru nánast óþrjótandi. 

Ytong myglar ekki. Efnið andar og kemur í veg fyrir rakamyndun innandyra. Hús úr Ytong veita því heilbrigða og þægilega innivist, fyrir utan að þau eru einstaklega orkunýtin.

Efnið er berandi og einangrandi. Gera má útveggi og burðarveggi úr Ytong sem og létta milliveggi. Útveggur úr Ytong þarfnast engrar viðbótar einangrunar. Steinninn einn og sér uppfyllir rúmlega þær einangrunarkröfur sem gerðar eru samkvæmt íslenskum byggingareglugerðum. 

Ytong | Milliveggjasteinn

Það er létt verk að reisa millivegg úr Ytong kubbum. Efnið er létt og meðfærilegt, auðvelt að saga það til og fræsa fyrir lögnum. 

 • Hlaða má 10 cm þykkan vegg án hleðslugrindar upp í 4 m hæð.
 • Ef veggurinn á að vera burðarveggur þarf lágmarksþykkt steins að vera 10 cm og getur hann verið berandi upp að 2,7 m hæð.
 • Milliveggur úr 100 mm steinum gefur góða hljóðeingrun, allt að 39 dB í efrimörk, ef hleðsla og frágangur er unnin samkvæmt réttum vinnulýsingum. 
 • Efnið leiðir ekki hita, brennur ekki og gefur ekki frá sér eiturefni við bruna enda í A1 brunaflokkun.
 • Ytong steinarnir eru framleiddir við strangar gæðakröfur og háþróaðar framleiðsluaðstæður. 
 • Grófara yfirborð steins og nákvæmur skurður, meira grip fyrir sparsl og flísar og krefst minni sparsl vinnu og veggirnir vinnast hraðar. Ytong steinar gefa því sparnað bæði hvað varðar frágang og uppsetningu í vinnustundum miðað við samkeppnis vörur á markaði
 • Formatið á pallettum frá okkur er 80×120 cm Euro PAL. Svo það er leikur einn að komast í gegnum hurðargöt með YTONG steinana.

Ytong | Milliveggjaeiningar

Með Ytong milliveggjaeiningum rísa milliveggir á þrefalt meiri hraða en með hleðslu. Einn vanur maður hleður að meðaltali 1,5 m2 á klukkustund. Sami maður reisir rúmlega 4 m2 á klukkustund. 
Einingarnar koma í mismunandi þykktum og stærðum, þær fást  með styrkingu og þarf að sérpanta. 

Ytong | Útveggjasteinn

Einfalt og þægilegt að hlaða hús með Ytong útveggjasteinum, þeir hafa haldföng! Sniðið fyrir framtaksamar fjölskyldur í sumarbústaðaframkvæmdum. Einfalt er að saga, fræsa eða móta steinninn. Tveir menn geta hlaðið 150 m2 hús á einni hæð á 10 dögum þ.m.t. milliveggi. Engar takmarkanir hvað varðar hönnun.

Hús úr Ytong eru hagkvæmur og sjálfbær bygginakostur, en efnið hefur hlotið fjölda umhverfisvottana. Enn ekki bara umhverfið græðir, heldur njóta íbúar Ytong húsa góðrar innivistar og vellíðan til frambúðar. Efnið hefur rakastýrandi eiginleika og er eitt og sér einangrandi og þarfnast ekki viðbótar einangrunar. 

Ytong | Útveggjaeiningar

Með Ytong útveggja-einingum rísa hús og eða stækkanir á miklum hraða. Þegar viðrar vel tekum um 4-5 daga að reisa 150 m2 hús á einni hæð, þ.m.t. Ytong þaki og milliveggja einingum.

Hús úr Ytong eru hagkvæmur og sjálfbær bygginakostur, en efnið hefur hlotið fjölda umhverfisvottana. Ekki bara umhverfið græðir, heldur njóta íbúar Ytong húsa góðrar innivistar og vellíðan til frambúðar. Efnið hefur rakastýrandi eiginleika og er eitt og sér einangrandi og þarfnast ekki viðbótar einangrunar. 

Ytong Casco | Einingahús

Fljótlega leiðin við að reisa hús er Ytong Casco einingakerfið. Þú færð styrktar og forsteyptar einingar samkvæmt þinni teikningu afhentar innan 12 vikna. Þú færð tilbúna útveggi, milliveggi, milligólf og þak í forsteyptum einingum sem raðast lóðrétt á sökkulinn. Það tekur bara nokkra daga að setja húsið saman og það eina sem þarf eru þrír menn ásamt léttkrana. Að samsetningu lokinni er húsið fulleinangrað og til að fá fokheldisvottorðið á bara eftir að setja plast fyrir gluggaop og koma fyrir bráðabirgða hurð.

Hús úr Ytong

Hús úr Ytong eru hagkvæmur og sjálfbær bygginarkostur, en efnið hefur hlotið fjölda umhverfisvottana. En ekki bara umhverfið græðir, heldur njóta íbúar Ytong húsa góðrar innivistar og vellíðan til frambúðar. Efnið hefur rakastýrandi eiginleika og steininn einn og sér uppfyllir einangrunarkröfur. 

Leiðandi á sviði frauðsteypu kubba og eininga
Af hverju Ytong?

Einangrunareiginleiki Ytong frauðsteypu finnst ekki í öðrum byggingarefnum. Ytong er eina efnið sem dugar eitt og sér sem einangrun húsa og kemur í veg fyrir kaldar brýr. Efnið hefur þann eiginleika að anda og hefur raki því engin áhrif á það.. Umfram allt gefur Ytong bygging íbúum hennar vellíðan, öryggi og heilbrigða innivist í myglulausum, umhverfisvænum og orkusparandi híbýlum.

 • Fljótleg uppsetning 
 • Hátt einangrunargildi
 • Myglar ekki
 • Hæsta mögulega brunaþol – A1 flokkun
 • Umhverfisvænt
 • Gert eingöngu úr náttúrulegum hráefnum

YTONG BYGGINGAEFNI FRAMTÍÐINNAR

Kynntu þér Ytong!

Leiðbeiningar

 • Ytong milliveggir
 • Ytong útveggir
 • Ytong milliveggjaeiningar
 • Ytong Casco einingakerfið
 • Ytong frágangur raflagnir
 • Ytong frágangur lagnir

Tæknilegar upplýsingar

 • BIM gögn fyrir Ytong vörur
 • Casco einingakerfið
 • YTONG fix lím
 • YTONG milliveggjasteinar
 • YTONG milliveggjaeiningar
 • YTONG útveggjasteinar
 • YTONG útveggjaeiningar
 • YTONG ETA útveggjaeiningar
 • YTONG ETA milliveggjaeiningar
 • Ytong HSE skjal hleðslusteinn
 • Ytong HSE skjal lím
 • Hljóð miðað við þykktir
 • YTONG Milliveggjasteinar 50mm DOP
 • YTONG Milliveggjasteinar 100mm DOP
 • YTONG Brunaþol m/ þykktir